Skilmálar

Neðangreindir skilmálar gilda fyrir öll viðskipti við Atendi ehf.

Atendi ehf áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara. Öll verð í vefverslun eru birt með fyrirvara um innsláttar- og kerfisvillur.

Við staðfestingu pöntunar á Atendi.is eða pöntun vöru á annan máta samþykkir viðskiptavinur eftirfarandi viðskiptaskilmála.

Afhending á vöru

Þegar þú verslar við Atendi ehf getur þú valið milli þess að sækja pöntun á lager eða fá hana senda.  Vara í flutningi er á ábyrgð kaupanda. Vörur sem sendar eru með pósti fara í póst næsta virka dag eftir að pöntun er móttekin.

Greiðsla

Hægt er að greiða með viðurkenndu greiðslukorti, staðgreiða eða fá afhent í reikning hafi viðskiptavinur samið um þannig greiðsluskilmála.

Verð vöru er fastsett við pöntun en hafi pöntun ekki verið staðfest getur verð breyst í samræmi við gengi.  Atendi áskilur sér rétt til að fella niður pöntun hafi verð verið rangt reiknað eða framsett.

Sendingarkostnaður miðast við þyngd vöru, rúmmál eða samsetningu og er samkvæmt gjaldskrá Íslandspósts, sjá https://www.postur.is.

Sendingarkostnaður leggst við uppgefið verð á reikningi nema annað sé tekið fram.

Atendi ehf á söluveð í seldri vöru til tryggingar á greiðslu kaupverðs, vaxta og kostnaði.  Standi kaupandi ekki í skilum með kaupverð er Atendi ehf heimilt að láta selja veðsetta vöru nauðungarsölu til að fullnusta kröfunni og/eða krefjast afhendingar á því veðsetta.

Vöruskil

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta (kreditreikningur) eftir að varan er móttekin.  Ekki er hægt að skila perum eða niðurmældum vörum. Sérpantaðri, sérsmíðaðri eða niðurmældri vöru er ekki hægt að skila.

Starfsmenn Atendi ehf meta söluhæfi skilavöru. Atendi ehf áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef ofangreindum skilyrðum er ekki fullnægt. Endurgreiðsla eða inneignarnóta vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins, annar kostnaður svo sem vegna flutnings til eða frá kaupanda er á ábyrgð kaupanda.

Ábyrgð

Atendi ehf ábyrgjast að allar vörur séu heilar og óskemmdar við afhendingu. Sé vara gölluð eða afhending hennar ekki samkvæmt viðskiptaskilmálum þarf kaupandi að greina seljanda frá því innan 10 daga frá afhendingu og afhenda vöru á lager Atendi ehf að Lambhagavegi 13, 113 Reykjavík.

Vörur seldar með tveggja ára ábyrgð til neytenda, en eins árs ábyrgð til fyrirtækja og er sölureikningur vörunnar ábyrgðarskírteini hennar. Veiti framleiðandi lengri ábyrgð gildir sá tími.  Ábyrgð er tekin á galla í vöru miðað við eðlilega notkun hennar ásamt varahlutum og vinnu. Rekstrarvörur svo sem rafhlöður og viftur eru yfirleitt seldar með 90 daga ábyrgð eða samkvæmt endingarmati framleiðenda þeirra. Viðskiptavinur ber ábyrgð á að kynna sér ábyrgðarskilmála þeirrar vöru sem hann pantar.

Hugbúnaður og leyfisforrit frá öðrum en Atendi ehf er selt á forsendum framleiðandans eða eiganda réttindanna.  Í  sölu  á hugbúnaði  felst  einungis  réttur  til  notkunar  á  hugbúnaðinum  en  ekki eignaréttur.

Ábyrgðaviðgerð fer fram á starfsstöð Atendi ehf að Lambhagavegi 13, 113 Reykjavík.  Ef ekki er hægt að framkvæma viðgerð nema á notkunarstað skal viðskiptavinur greiða fyrir ferðatíma og akstur.

Framlengd ábyrgð og eða þjónustusamningar geta verið í boði eftir eðli og gerð seldrar vöru eða þjónustu.

Ábyrgð fellur úr gildi:

  • Ef aðrir en starfsmenn Atendi ehf hafa reynt að gera við vöruna.
  • Ef varan hefur verið tengd við ranga spennu eða straumtengi.
  • Ef verksmiðjunúmer eða innsigli hafa verið fjarlægð eða rofin.
  • Ef varan hefur orðið fyrir slæmri eða rangri meðhöndlun að mati tæknimanna Atendi ehf.
  • Varan hafi verið notuð við óviðunandi aðstæður.

Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Atendi ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu einungis vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða móttaka vöru á sér stað eða við uppsetningu starfsmanna Atendi.

https://www.althingi.is/altext/stjt/2016.016.html

Gæðastefna Atendi ehf

Við hjá Atendi leggjum áherslu á gæði í hverju einasta verkefni, fagleg samskipti og vönduð vinnubrögð sem standast kröfur viðskiptavina og verkkaupa.

Lykiláherslur:

  • Við tileinkum okkur hratt nýja þekkingu og tækni sem skapar virði fyrir viðskiptavini okkar.
  • Við leggjum áherslu á sveigjanleika og snerpu.
  • Við höfum ábyrgan rekstur og sjálfbærni að leiðarljósi í allri starfseminni.
  • Við leggjum okkur fram við að standast tíma-, kostnaðar- og gæðaáætlanir. 
  • Með stöðugum umbótum er leitast við að bæta gæði og ánægju viðskiptavina.
Umhverfisstefna

Umhverfisstefna Atendi ehf


Tilgangur

Setja fram, innleiða og viðhalda umhverfisstefnu sem hæfir eðli og umfang starfsemi félagsins. Skapa umgerð til að setja umhverfismarkmið og inniheldur skuldbindingu um vernd umhverfisins.

Umhverfisstefnan tekur til allrar starfsemi Atendi, unna af hendi starfsfólks, stjórnenda og verktaka. Stjórn fyrirtækisins er ábyrg fyrir umhverfisstefnu og markmiðum. 

Yfirmarkmið

Að rekstri og framkvæmdum sé hagað þannig að dregið sé úr neikvæðum umhverfisáhrifum, eða þau milduð, og unnið sé í samræmi við alþjóðlega staðalinn ISO14001 um umhverfisstjórnun. 

Kröfur til umhverfismála skv. lögum og reglugerðum, eða verklýsingu verka, séu uppfylltar og ríflega það þegar mögulegt er. 

Umhverfisvitund starfsfólks sé efld, þeim haldið upplýstum um umhverfisvæna val-möguleika og tækni, ásamt þeim ávinningi sem af þeim hlýst hvað varðar afköst, orkusparnað o.fl. Umhverfisstefna Atendi ehf er kynnt öllu starfsfólki. 

Árangur umhverfisstefnu fyrirtækisins sé mældur og metinn reglulega og unnið að úrbótum. 

Mikilvægir umhverfisþættir

Atendi hefur skilgreint eftirfarandi umhverfisþætti sem mikilvæga í starfsemi sinni sem geta mögulega haft bein áhrif á umhverfið. Þessir umhverfisþættir hafa verið skilgreindir ásamt viðeigandi áherslum: 

  • Innkaup og stýring birgja
    • Að við val á birgjum sé sett í forgang að velja birgja sem setja umhverfismál í forgang. 
  • Losun gróðurhúsalofttegunda
    • Að leitast sé við að við innflutning sé notaður sá flutningsmáti hefur minnsta kolefnissporið eftir því sem verkefni leyfa. 
    • Að nýta aðeins rafmagnsbíla í starfseminni. 
  • Flokkun, förgun og endurnýting
    • Að endurnýting og flokkun úrgangs sé í fyrirrúmi. 
  • Varasöm efni
    • Að komið sé í veg fyrir efnamengu. 
    • Að umhverfisvæn efni séu nýtt. 

Aðrir umhverfisþættir

Atendi hefur skilgreint aðra umhverfisþætti sem mikilvæga í starfsemi sinni sem geta mögulega haft óbein áhrif á umhverfið: 

  • Vinnuumhverfi
    • Að vinnuumhverfi sé snyrtilegt. 
    • Að umgengni um verkfæri sé góð. 
  • Miðlun, fræðsla og samskipti
    • Að efna umhverfisvitund í samfélaginu með upplýsingagjöf og kennslu. 

Umhverfismarkmið

Atendi ehf skuldbindur sig til að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar með áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL). Fyrirtækið stefnir að því að ná 20% samdrætti sem hlutfall af veltu í losun GHL innan næstu þriggja ára og stuðla að sjálfbærni í allri starfsemi. 

Mat á árangri og birting

Umhverfisstefna er birt á heimasíðu Atendi. 

Árangur er mældur árlega með reglubundnum úttektum á kolefnisspori. Gögn verða yfirfarin til að tryggja að settum markmiðum sé náð, og niðurstöður birtar til að tryggja gagnsæi. 

Loftslagsbreytingar

Loftslagsbreytingar eru líklegar til að hafa mikil áhrif á samfélagið í framtíðinni og því leggjum við áherslu á mótvægisaðgerðir við loftslagsbreytingum auk aðlögunar að loftslagsbreytingum sem lið í ábyrgum rekstri. 

Mælingar og aðgerðaráætlun

Fram til ársins 2028 mun Atendi stefna að því að draga úr kolefnislosun sem hlutfall af veltu um 20% miðað við árið 2025 með eftirfarandi hætti (sjá meðfylgjandi töflu): 

Draga úr óæskilegum umhverfisáhrifum vegna

Mælikvarðar

Dæmi um aðgerðir

Innkaup og stýring birgja

Stýring birgja

Virkt birgjamat

Gera kröfu til birgja um að hætta/minnka notkun plasts. Skrá frávik á birgja, meta birgja.

Losun gróðurhúsalofttegunda

Umfang 1

CO₂e ígildi í tonnum

Atendi nýtir aðeins ökutæki knúin hreinni orku.

Losun vegna ferða starfsmanna til og frá vinnu.

Umfang 2

CO₂e ígildi í tonnum

Orkunotkun Atendi.

Umfang 3

CO₂e ígildi í tonnum

Felur í sér óbeina losun og hefur Atendi tekið inn flugferðir starfsfólks, utanaðkomandi vöruflutninga og meðhöndlun úrgangs. 

Flokkun, förgun, endurnýting

Úrgangur sem fellur til

 

Magn losunar umbúða sem eru ekki endurvinnanlegar, endurvinnsluhlutfall.

Gera kröfu til birgja um að hætta/minnka notkun plasts. Betri flokkun.

Innkaup á pappír og prentþjónustu

Magn pappírs sem Atendi kaupir

 

Minni sóun í prentun.

Innkaup á umhverfisvottuðum pappír og prentþjónustu.

Meðferð á búnaði sem tekinn er til baka frá viðskiptavinum

Hlutfall búnaðar sem fær framhaldslíf hjá öðrum viðskiptavinum

Koma upp vefsíðu fyrir sölu á notuðum búnaði

 Varasöm efni

Innkaup á hreinsiefnum og ræstiþjónustu

Hlutfall umhverfisvottaðra ræsti- og hreinsiefna sem keypt eru

Innkaup á umhverfisvottuðum hreinsiefnum og ræstiþjónustu

Síðast uppfært: 10-7-2025

Persónuverndarstefna Atendi ehf


Tilgangur og gildissvið

Persónuverndarstefnan lýsir hvernig Atendi ehf. kt: 561214-0770 framfylgja lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga í starfsemi sinni, þar á meðal hvernig Atendi meðhöndlar persónuupplýsingar starfsfólks, viðskiptavina sinna auk annarra sem nota vefsíður félagsins sem og meðferð upplýsinga sem verða til við eftirlit og vöktun.

Persónuverndarstefnan gildir fyrir alla starfsemi Atendi.

Ábyrgð

Framkvæmdastjóri setur Atendi persónuverndarstefnu og yfirmarkmið sem starfsmenn fylgja eftir.

Framkvæmdastjóri Atendi er ábyrgur fyrir endurskoðun stefnunnar og að hún sé rétt á hverjum tíma.

Persónuupplýsingar

Persónuupplýsingar eru upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings. Persónuupplýsingar geta verið t.d. nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang, IP-tala, upplýsingar um vörukaup einstaklings eða myndefni úr eftirlitsmyndavélum.

Öll meðhöndlun persónuupplýsinga af hendi félagsins er í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma. Þessum upplýsingum er safnað til að hægt sé að hafa fólk í vinnu, eiga í viðskiptum, versla á vefnum, auðkenna notendur við innskráningu, bæta þjónustu, tryggja góða notendaupplifun og öryggi á starfsstöðvum fyrirtækisins.

Vefur

Með því að nota vefsíður félagsins veitir viðkomandi notandi samþykki sitt á skráningu og vinnslu Atendi á persónuupplýsingum sínum, sem og notkun vefsins á vafrakökum.

Við staðgreiðslu í gegnum vefverslun þarf viðskiptavinur að gefa upp debet- eða kreditkortanúmer, þær upplýsingar eru ekki geymdar á vefsíðum okkar heldur fara þær færslur í gegnum örugga greiðslusíðu viðkomandi færsluhirðis.

Þegar vefnotandi skráir sig á póstlista í gegnum einhvern af vefjum félagsins fer viðkomandi netfang á póstlista. Hægt er að afskrá sig af viðkomandi póstlista með því að smella á vefslóð í tölvupósti sem sendur er á netfang notanda.

Þegar vefnotandi verslar vörur í einhverri af vefverslunum félagsins þarf að gefa upp persónuupplýsingar á borð við nafn viðskiptavinar, heimilisfang, símanúmer og netfang. Með því að versla í vefverslunum félagsins samþykkir viðkomandi viðskiptavinur slíka söfnun persónulegra upplýsinga.

Félagið fer með allar persónuupplýsingar af ýtrustu varúð og sem algjört trúnaðarmál. Undir engum kringumstæðum verða upplýsingar frá vefnotanda afhentar né seldar þriðja aðila.

Markmið

Öll vinnsla persónuupplýsinga er með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti og tilgangur skýrt tilgreindur, lögmætur og málefnalegur.

Þær persónuupplýsingar sem aflað er eru nægjanlegar, viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang, áreiðanlegar og uppfærðar eftir þörfum.

Eftirfylgni

Árlega er sett fram aðgerðaráætlun með sértækum markmiðum fyrir árið, skilgreindum verkefnum til að ná hverju markmiði með ábyrgðaraðila og lokið fyrir dagsetningu. Aðgerðaráætlun er fylgt eftir reglulega á fundum stjórnenda.

Síðast uppfært: 24-01-2025

Tenglar

Þó þessi vefsíða gæti vísað á aðrar vefsíður, þá erum við ekki, hvorki beint né óbeint, að gefa til kynna nokkurs konar samþykki, tengingu, stuðning, meðmæli eða samband við neina ávísaða eða tengda vefsíðu, nema það sé sérstaklega tekið fram.

Vafrakökur

Vafrakökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem eru geymdar í hverju því tæki sem þú notar til að skoða vefinn.

Vefsíður okkar nota vafrakökur til að tryggja góða notendaupplifun og greina umferðina á vefnum. Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsins og eru líkur á því að vefurinn virki ekki sem skyldi ef vafrakökur eru ekki leyfðar.

Vefmælingar eru gerðar í samstarfi við Google og Facebook. Þegar þú heimsækir vefinn er nafnlausum upplýsingum safnað saman af þessum aðilum fyrir okkur og notum við svo þessar upplýsingar til að bæta vefinn og upplifun þína af honum. Þessar upplýsingar eru t.d. hvaðan komið var á vefinn til okkar, hvert var farið fyrst, hvernig tæki var notað við skoðun, hverju var leitað að á vefnum o.þ.h. Nánari upplýsingar um vafrakökur, hvernig hægt er að stýra notkun þeirra og eyða þeim má finna á eftirfarandi vefsíðu: http://www.allaboutcookies.org/manage-cookies/

Ef spurningar vakna varðandi meðhöndlun Atendi á persónuupplýsingum vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið: atendi@atendi.is