Neðangreindir skilmálar gilda fyrir öll viðskipti við Atendi ehf.

Atendi ehf áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara. Öll verð í vefverslun eru birt með fyrirvara um innsláttar- og kerfisvillur.
Við staðfestingu pöntunar á Atendi.is eða pöntun vöru á annan máta samþykkir viðskiptavinur eftirfarandi viðskiptaskilmála.

Afhending á vöru

Þegar þú verslar við Atendi ehf getur þú valið milli þess að sækja pöntun á lager eða fá hana senda.  Vara í flutningi er á ábyrgð kaupanda. Vörur sem sendar eru með pósti fara í póst næsta virka dag eftir að pöntun er móttekin.

Greiðsla

Hægt er að greiða með viðurkenndu greiðslukorti, staðgreiða eða fá afhent í reikning hafi viðskiptavinur samið um þannig greiðsluskilmála.

Verð vöru er fastsett við pöntun en hafi pöntun ekki verið staðfest getur verð breyst í samræmi við gengi.  Atendi áskilur sér rétt til að fella niður pöntun hafi verð verið rangt reiknað eða framsett.

Sendingarkostnaður miðast við þyngd vöru, rúmmál eða samsetningu og er samkvæmt gjaldskrá Íslandspósts, sjá https://www.postur.is.

Sendingarkostnaður leggst við uppgefið verð á reikningi nema annað sé tekið fram.

Atendi ehf á söluveð í seldri vöru til tryggingar á greiðslu kaupverðs, vaxta og kostnaði.  Standi kaupandi ekki í skilum með kaupverð er Atendi ehf heimilt að láta selja veðsetta vöru nauðungarsölu til að fullnusta kröfunni og/eða krefjast afhendingar á því veðsetta.

Vöruskil

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta (kreditreikningur) eftir að varan er móttekin.  Ekki er hægt að skila perum eða niðurmældum vörum. Sérpantaðri, sérsmíðaðri eða niðurmældri vöru er ekki hægt að skila.

Starfsmenn Atendi ehf meta söluhæfi skilavöru. Atendi ehf áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef ofangreindum skilyrðum er ekki fullnægt. Endurgreiðsla eða inneignarnóta vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins, annar kostnaður svo sem vegna flutnings til eða frá kaupanda er á ábyrgð kaupanda.

Ábyrgð

Atendi ehf ábyrgjast að allar vörur séu heilar og óskemmdar við afhendingu. Sé vara gölluð eða afhending hennar ekki samkvæmt viðskiptaskilmálum þarf kaupandi að greina seljanda frá því innan 10 daga frá afhendingu og afhenda vöru á lager Atendi ehf að Lambhagavegi 13, 113 Reykjavík.

Vörur seldar með tveggja ára ábyrgð til neytenda, en eins árs ábyrgð til fyrirtækja og er sölureikningur vörunnar ábyrgðarskírteini hennar. Veiti framleiðandi lengri ábyrgð gildir sá tími.  Ábyrgð er tekin á galla í vöru miðað við eðlilega notkun hennar ásamt varahlutum og vinnu. Rekstrarvörur svo sem rafhlöður og viftur eru yfirleitt seldar með 90 daga ábyrgð eða samkvæmt endingarmati framleiðenda þeirra. Viðskiptavinur ber ábyrgð á að kynna sér ábyrgðarskilmála þeirrar vöru sem hann pantar.

Hugbúnaður og leyfisforrit frá öðrum en Atendi ehf er selt á forsendum framleiðandans eða eiganda réttindanna.  Í  sölu  á hugbúnaði  felst  einungis  réttur  til  notkunar  á  hugbúnaðinum  en  ekki eignaréttur.

Ábyrgðaviðgerð fer fram á starfsstöð Atendi ehf að Lambhagavegi 13, 113 Reykjavík.  Ef ekki er hægt að framkvæma viðgerð nema á notkunarstað skal viðskiptavinur greiða fyrir ferðatíma og akstur.

Framlengd ábyrgð og eða þjónustusamningar geta verið í boði eftir eðli og gerð seldrar vöru eða þjónustu.

Ábyrgð fellur úr gildi:

  • Ef aðrir en starfsmenn Atendi ehf hafa reynt að gera við vöruna.
  • Ef varan hefur verið tengd við ranga spennu eða straumtengi.
  • Ef verksmiðjunúmer eða innsigli hafa verið fjarlægð eða rofin.
  • Ef varan hefur orðið fyrir slæmri eða rangri meðhöndlun að mati tæknimanna Atendi ehf.
  • Varan hafi verið notuð við óviðunandi aðstæður.

Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Atendi ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu einungis vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða móttaka vöru á sér stað eða við uppsetningu starfsmanna Atendi.

Lög um neytendasamninga
http://www.althingi.is/altext/stjt/2016.016.html
Lög um neytendasamninga
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2002030.html

Reykjavík 30.03.2020