Algengar spurningar

Algengar spurningar


Hér söfnum við svörum og lausnum að algengustu tæknivandamálum viðskiptavina okkar. Eins og er þá er þetta ansi tómlegt, við erum rétt að byrja.

Á vinstri hönd sjáið þið lista yfir þau tæki og umræðuefni sem við höfum skrifað um. Einnig getiði notað leitina uppi í vinstra horni.

Ef þið finnið ekki lausnina að ykkar vandamáli, endilega hafið samband.


Seljið þið til einstaklinga? 

Atendi einbeitir sér að fyrirtækjamarkaði, svo við erum ekki í því að taka að okkur uppsetningu og þjónustu á kerfum í einstaklingseigu. Að því sögðu þá er öllum frjálst að panta hjá okkur í vefversluninni og við afgreiðum með bros á vör. 😊

Eruð þið með verslun þar sem hægt er að skoða, sjá og heyra? 

Við erum einungis með vefverslun, lager og skrifstofu. Vörur sem pantaðar eru í vefversluninni eru afhentar í lagerhúsnæði okkar á Lambhagavegi 13. Fyrir stærri verkefni er best að senda inn tilboðsbeiðni og við bókum fund í kjölfarið þar sem möguleiki er að fá demo ef búnaðurinn er til á lager hjá okkur. 

Hvað er opið lengi hjá ykkur? 

Við erum með opið frá 9:00 til 17:00 á virkum dögum. Það kemur þó fyrir að við erum allir út í bæ að vinna. Best er að hringja á undan sér. 

Hvar eruð þið til húsa? 

Við erum í Grafarholti, rétt hjá Bauhaus. Heimilisfangið er Lambhagavegur 13, 113 Rvk. 
Sjá á Google korti


Atendi.is