BlacklineQ 4 x 4" Passive Two-way Column
4 x 4 tommu passívur two way súluhátalari
| Framleiðandi: Martin Audio |
| Vörulína: BlacklineQ |
| Notkun: Skólar og félagsmiðstöðvar, Tónleikar og viðburðir |
| Gerð: PA hátalari |
| Eiginleikar: Án magnara / Passive |
| Tengi: Speakon NL4 |
| Litur: Svartur, Hvítur |
| Stærð: 4.0 - 4.9" |
Vörunúmer:
MAR-Q44-B
BlacklineQ
Í yfir 25 ár hefur Blackline serían frá Martin Audio sett alþjóðlegt viðmið fyrir hagkvæma faglega hátalara — þekkt fyrir framúrskarandi hljóðgæði og áreiðanleika. Nýjasta viðbótin er BlacklineQ, þar sem Martin hefur endurhannað hornið með "Differential Dispersion" tækni.
Tæknin einbeitir orkunni efst í horninu í þrengra lárétt mynstur fyrir betri vörpun út í fjarlægri hluta rýmisins. Svo á móti, þá víkkar hornið neðst út til að ná víðri dreifingu nær. Auk þessa hefur hornið verið fellt örlítið niður á við til að beina meira af hátíðninni niður til áhorfendanna, en ekki upp í nærliggjandi veggi og loft.
Árangurinn er hljóð sem beinist nákvæmlega þangað sem þess er þörf, með minni orku sem tapast í endurómsviðið, fyrir skýrari og samræmdari hljómflutning yfir áhorfendur.
Súluhátalarnir og 10 tommu bassinn eru einnig fáanlegir í hvítu.




