Fréttir

Hof fær Martin Audio hljóðkerfi

Í síðustu viku kláruðum við að setja upp og stilla nýtt hljóðkerfi í Hofi, Menningarhúsi Akureyrar.

Hof opnaði 2010, hljóðkerfið þeirra varð þ.a.l. 14 ára gamalt á þessu ári og fannst Menningarfélaginu vera kominn tími á nýtt. Fyrir valinu varð Martin Audio WPS line array ásamt SXCF118 bassabotnum, keyrt í „1 box resolution“ fyrir hámarks stýringu og tíðnisvörun. Heyrn er sögu ríkari!

Tækjalistinn í stórum dráttum

Við óskum Menningarfélaginu innilega til hamingju!