Um okkur

ATENDI ehf einbeitir sér að sölu á hljóð, mynd, ljósa og sviðsbúnaði ásamt samþættingu á heildarlausnum á kerfum fyrir leikhús, ráðstefnusali, ljósvakamiðla, fundarrými, kennslurými, söfn og fleira.

Áratuga reynsla af tæknilegri uppbyggingu leikhúsa, viðburðarsala, fundarrýma og af tæknibúnaði ljósvakamiðla gerir okkur kleift að finna viðeigandi búnað og hanna notendavænar lausnir fyrir hvers konar starfsemi.

Starfsmenn fyrirtækisins eru allir hámenntaðir í faginu og með vottanir frá mörgum birgjum.

Starfsmenn eru:

Gunnar Gunnarsson: Gunnar er reynslubolti í faginu með mikla þekkingu á lýsingakerfum, rigging, stýringum og hljóðkerfum.  Gunnar hefur verkefnastýrt stórum verkum meðal annars uppsetningu á öllum tæknibúnaði í Hörpu, öllum hljóð, mynd, lýsingar og sviðsbúnaði í Hofi á Akureyri, hljóð og lagnakerfum í Musikkens Hus í Álaborg, endurnýjun á hljóð, lagna og lýsingakerfum í Grieghallen í  Bergen ásamt mörgum öðrum stórum og litlum verkefni.  Að auki hefur Gunnar verið Clear Com sérfræðingur landsins til langs tíma.  Gunnar er með CTS gráðu frá Avixa.

Kristján Magnússon: Kristján er hönnuður á hljóð og myndkerfum til yfir 20 ára.  Kristján og Gunnar unnu saman að ofantöldum verkefnum en þar að auki er Kristján sérfræðingur fyrirtækisins í búnaði og kerfum útsendingamiðla.  Kristján hannaði og stjórnaði m.a. uppsetningu á HD útsendingabúnaði allra þriggja stóru sjónvarpsstöðvanna á Íslandi.  Kristján sá einnig um val og innleiðingu á ýmsum grunnkerfum við flutninga sjónvarpsstarfsemi SÝN í nýjar höfuðstöðvar (timing, IP routing, playout, multiviewers).  Kristján er með CTS-D og CTS-I gráður frá Avixa og er IPMA vottaður verkefnastjóri.

Þorleifur Gíslason: Þorleifur hefur verið forritari og tæknimaður á tæknibúnaði fyrir leikhús og viðburðarhús í um 20 ár.  Hann er viðurkenndur forritari á m.a. AMX og QSC kerfum.  Þorleifur er með CTS gráðu frá Avixa.

Verið endilega í sambandi:

Gunnar Gunnarsson – gunnar@atendi.is – 512 1052 – 896 2110
Kristján Magnússon – kristjan@atendi.is – 512 1051 – 896 0135
Þorleifur Gíslason – toby@atendi.is – 512 1053 – 891 7476

Atendi ehf.
Lambhagavegur 13, 113 Reykjavík
Sími: 512 1050 | Netfang: atendi@atendi.is
Kt.: 561214-0770 | VSK: 136544