ETC ColorSource PAR jr kemur á markað
Spennandi hlutir koma í litlum pakkningum.
Þetta flóðljós er hið fullkomna viðbót við sviðsljóssystkini sín. Ljósið er flöktlaust, viftulaust og hljóðlaust. Tilvalinn búnaður fyrir sjónvarp, tónleikastaði og trúarsamkomur. Ljósið er nógu lítið til að vera innan um landslag eða inni í truss. Birta er næstum 2300 lumens. Þetta litla ljós skilar birtustigi sem ekki má missa af og sannar að spennandi hlutir koma í litlum pakkningum!
Með töfrandi litum og nákvæmri deyfingu, ColorSource PAR jr er fáanlegt í tveimur LED valkostum.
- Upprunalega LED samsetningin veitir fíngerða pastelliti og fallegt hvítt ljós til að bæta húðlit.
- Djúp-bláa LED samsetningin hentar þar sem þörf er á mettari, dramatískari liti.
Eins og öll ColorSource ljós, inniheldur PAR jr litatækni ETC (color integrity), svo þú getur verið viss um að litirnir sem þú setur á æfingu séu sömu litir og þú færð á sýningunni. Þetta felur í sér sjálfvirka leiðréttingu eftir hita tækisins og litakvörðun frá verksmiðjunni.
Ljósið verður fáanlegt í Apríl og kemur fljótlega í vefverslunina okkar. Hafið samband fyrir nánari upplýsingar og verð.
ETC ColorSource PAR jr Datasheet
Download