Fréttir

Atendi hefur sölu á JB-Lighting hreyfiljósum og búnaði

JB-Lighting var stofnað árið 1990 af Jürgen Braungardt í Þýskalandi og hefur alla tíð bæði þróað og framleitt sín ljós í Þýskalandi, fyrir utan örfáa íhluti. Fyrstu árin var fókusinn á speglaljós og litaskipta, vörur eins og m.a. Varyscan 5. Árið 2005 opnaðist nýr kafli þegar þau kynntu og hófu framleiðslu á fyrsta LED Wash hreyfiljósi í heiminum: VaryLED 3*84. Síðan þá hefur fyrirtækið bara stækkað samhliða því sem skemmtanabransinn færir sig yfir í ljós með LED ljósgjafa, með áherslu alltaf á þýsk gæði og góða þjónustu.

Skoðið úrvalið og finnið rétta tækið með síum á vinstri hlið í vefverslun okkar.