ColorSource Spot Jr
Það var að bætast við ný tegund af LED ljósum frá ETC. ColorSource Spot jr.
ETC ColorSource Spot jr kemur með fjögurra lita ljósgjafa á broti af verðinu og stærð. Ljósgjafinn notar blöndu af rauðum, grænum, bláum og gulgrænum LED díóðum til að ná ótrúlega breiðu sviði af litum. ColorSource Spot jr kemur bæði sem Original og sem Deep Blue, með sömu gæðum af litum sem má finna í öðrum vörum ETC. ColorSource Spot jr er með innbyggðum aðdrætti og 5.708 lumen af ljósi.
Sjá á vefsíðu ETC.
Sjá í vefverslun: Original og Deep Blue