Mynd, hljóð og USB þaðan og þaðan og sent þangað og þangað? Ekkert mál með Lightware!
Hvort sem það er einföld dokka á vinnuborðið, sem styður Windows, MacOS, iOS og Android, eða flókið dreifikerfi yfir net sem gefur fólki möguleikan að tengjast hvar sem er, þá er lausnin til frá Lightware. Hvort sem það er Microsoft Teams eða Cisco Webex, þá er það ekkert mál með Lightware. Bættu við þráðlausu með Barco ClickShare, Sennheiser hljóðnema í loftið, myndavélum og mörgu fleira. Við hönnum lausnina fyrir þig!

Smart Dock
Einn USB-C kapall, skjár, lyklaborð og mús. Dokkan falin undir borði.
Það skiptir engu máli hvort starfsmaðurinn er með Apple, Microsoft eða hvað annað. Bara virkar!
Lesa meira á heimasíðu Lightware
Skoða í vefverslun
Taurus UCX
Hvort sem tölvan er inni í skáp eða uppi á borði, hvort sem skjárinn er einn eða fjórir, hvort sem rýmið rúmar 10 manns eða 1000, myndin þarf að skila sér skýrt og fljótt.
LARA snertilaus sjálfvirkni
Kveiktu ljósin, kveiktu á tækjunum, skiptu um innganga, deildu efni á Teams fundi og slökktu á öllu í lokin, annað hvort með einföldu viðmóti í vefvafra eða jafnvel algjörlega sjálfvirkt án aðgerða frá notanda!
LARA er innbyggt í Taurus tækjum frá Lightware.

Taurus TPN
Komdu merkinu út um allt í hámarks gæðum og með engri töf með TPN vörulínu Lightware og 10 Gig netkerfi, byggt á SDVoE staðlinum. Einnig eru flest Taurus tæki fáanleg með NIST FIPS 140-2 vottuðu dulritunarkerfi og NATO samþykkt.

Gemini GVN
Stundum þarf að nýta það sem er fyrir.
Gemini GVN gerir þér kleift að senda myndmerki í 4K60 með innan við einn myndramma í töf yfir standard 1 Gig IP netkerfi og ,,seamless signal switching'' með MMU stjórneiningunni.