Í ágúst byrjun 2025 hlaut Atendi ehf., leiðandi fyrirtæki á Íslandi í lausnum fyrir hljóð-, ljós- og myndkerfi, tvöfalda ISO vottun fyrir gæði og umhverfisstjórnun. Vottunin, sem veitt er af Scandinavian Business Certification AB, staðfestir að stjórnunarkerfi fyrirtækisins uppfylla alþjóðlegar kröfur samkvæmt ISO 9001:2015 og ISO 14001:2015.

ISO 9001 vottunin er viðurkenning á markvissu gæðaeftirliti Atendi í allri starfsemi sinni – frá innkaupum og verkefnastýringu til þjónustu við viðskiptavini. ISO 14001 vottunin staðfestir að fyrirtækið starfar með skýra áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd í öllum sínum verkferlum.

„Við erum stolt af þessum áfanga og teljum þetta mikilvægt skref í áframhaldandi þróun og ábyrgri þjónustu við viðskiptavini okkar og samfélagið,“ segir stjórn Atendi ehf.

Vottunin nær til allrar starfsemi fyrirtækisins á sviði sölu og þjónustu á hljóð-, ljós- og myndbúnaði. Skírteinin eru gild til júní 2028 og eru til marks um skuldbindingu Atendi til að viðhalda háum gæðastöðlum og draga úr umhverfisáhrifum.


Ný vörulína frá Martin Audio
BlacklineQ hátalarar og bassar