Fréttir

Bíó Paradís

Árið 2022 uppfærði Atendi, í samstarfi við umboðsaðila Dolby á Íslandi, hljóðkerfið í stærsta salnum í einu ástsælasta bíói landsmanna, Bíó Paradís. Salurinn fékk nýjustu gerð af Dolby bíóhljóðkerfi. Tveimur árum áður skiptum við út sýningarvél salarins og keyptu þau þá Barco Series 4 laser varpa.

Svo bíóáhugafólk landsins getur gengið að því að fá gott hljóð og skýra mynd þegar við skellum okkur á einhverja sérvalda kvikmynd í Paradís. 📽🍿